SPARK

Tilgangur Sparks er að aðstoða smærri fyrirtæki við að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við viðskiptavini á einfaldari og hagkvæmari hátt.

 

Við leggjum áherslu á samstarf. Því betur sem við þekkjum til, því meira gagn er að okkur. Við leggjum aðeins til aðgerðir sem við teljum víst að skili sér í auknum verðmætum. Við leggjum ekki til kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, dýra vefhönnun eða umfangsmiklar markaðsrannsóknir, markhópagreiningar eða þarfagreiningar, en það eru allt miklu stærri orð en vísindin sem þau vísa til. Markmiðið er að skjóta í markið, ekki yfir það.

Vefsíðugerð

Setjum upp skýra, einfalda og aðgengilega vefsíðu fyrir starfsemina sem auðvelt er að bæta við, breyta og uppfæra án sérfræðiþekkingar í vefsíðugerð. Það er vel hægt að komast Gullna hringinn á skriðdreka. Það er bara óþarfa vesen.

Myndir

Myndefni segir oft annað og meira en mörg orð. Við tökum og vinnum myndir og myndbönd sem hjálpa þér að koma vörunni þinni á framfæri við þá hópa sem meiningin er að ná til. 

Textagerð

Setjum saman skýran og grípandi texta um það sem máli skiptir um fyrirtækið þitt og það sem það hefur að bjóða. Textinn er miðaður við þá hópa sem meiningin er að ná til og getur verið á íslensku og ensku.

Markaðsráð

Góð og vel skilgreind vara og grípandi kynningarefni eru mikilvæg en hafa lítið gildi nema þau nái til væntanlegra kaupenda. Við hjálpum þér að bera kennsl á þá og finna stystu leiðirnar að þeim.

Unnur

Textagerð

Vefsíðugerð

Spark

Fólkið á bak við Spark erum við, Unnur Agnes Níelsdóttir og Reynir Hjálmarsson. Hvort á sínu sviði höfum við aðstoðað fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga við markaðssetningu, Reynir í máli og Unnur í myndum. Við samruna tveggja einyrkja sameinum við krafta okkar undir merkjum Sparks og bjóðum upp á heildstæða markaðsþjónustu. 

Reynir

Ég hef starfað sjálfstætt við þýðingar og textaskrif í 15 ár meðfram ólíkum störfum, allt frá fangavörslu til ferðaleiðsagnar. Er með BA-próf í bókmenntafræði og væri með pungapróf í lögfræði ef það væri til. Hvar sem ég hef komið við á starfsferlinum hef ég oftar en ekki fengist til að annast þýðingar eða skrif á kynningar- og markaðsefni.

Unnur

Ég hef fengist við ljósmyndun, upptökur, myndvinnslu og hvers kyns myndræna framsetningu frá því ég gat haldið á myndavél. Ég útskrifaðist af leiklistarbraut FG og nem núna kvikmyndafræði við HÍ. Ég hef myndað, klippt, unnið myndefni og annast vefumsjón fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga í verktöku síðustu fimm árin. 

 

Hafðu samband